Fara í efni

Fréttir

Börn fyrir börn í Hofi

Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður haldin í Hofi sunnudaginn 16.febrúar þar sem hæfileikarík börn á öllum aldri taka þátt. Á meðal þeirra sem fram koma eru nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri, félagar úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri félagarnir Friðrik Ómar Jógvan og kynnir er Lalli töframaður.

Dagur Tónlistarskólanna

Laugardaginn 22. febrúar heldur Tónlistarskólinn á Akureyri uppá Dag tónlistarskólanna. Af því tilefni efnir skólinn til hátíðar í Hofi og býður á tónleika í Hamraborg. Á þessum tónleikum verður stiklað á stóru í tónlistarsögunni í tali og tónum. Þar koma fram nemendur á öllum stigum, einir sér eða í hópum, stórum sem smáum. Tónleikarnir verða kl. 13:00 og síðan endurteknir kl. 15:00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bestu kveðjur, Magna

Framhaldsprófstónleikar Sunnu Friðjónsdóttur

Næsta laugardag heldur Sunna Friðjónsdóttir framhaldsprófstónleikana sína á þverflautu. Sunna byrjaði 6 ára gömul í forskólanum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, hóf síðan píanónám 7 ára hjá Bjargeyju Ingólfsdóttur. Ári síðar flutti Sunna til Akureyrar. Hún hélt þá áfram á píanó hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og hóf flautunám hjá Petreu Óskarsdóttur í Tónlistarskólanum á Akureyri. Samhliða tímunum á Akureyri hefur Sunna sótt einkatíma til Áshildar Haraldsdóttur og fleirra.

Föstudagsfreistingar

Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa. Að þessu sinni kemur fram ungverski píanóleikarinn Zoltan Rostas. Hann mun flytja eina þekktustu píanósónötu allra tíma, Sónötu í f-moll Op.57 \"Appassionata\" eftir L.v. Beethoven. Menningarhúsið Hof kl. 12:00-12:45

Hljómsveitartónleikar í Hamraborg

Í vikunni voru haldnir fjölmennir hljómsveitatónleikar í Hamraborg. Þar komu fram blásara- og strengjasveitir skólans ásamt kór sem skipaður var nemendum úr forskóla og tónæði. Efnisskráin var fjölbreytt og lauk tónleikunum á því að allur hópurinn flutti tvö jólalög í útsetningu Alberto Carmona. Sjá má upptöku frá tónleikunum á facebook síðu skólans.

Tónlistarhátíðin Bergmál 2013

FRÉTTATILKYNNING – Tónlistarhátíðin Bergmál 2013 HVAÐ? Tónlistarhátíðin Bergmál HVAR? Í Bergi menningarhúsi á Dalvík HVENÆR? Föstudaginn 6. des. kl. 21:00 og laugardaginn 7.des. kl. 20:00 SÉRSTAKIR GESTIR: Ragnheiður Gröndal og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran. HEIMASÍÐA: www.bergmal.com NÁNAR Í SÍMA: 696-5298 (Hafdís)