Alexander Smári Kristjánsson Edelstein heldur píanótónleika í Hömrum.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 Leikin verða verk eftir Beethoven, Bach, Chopin og Liszt.
Aðgangur ókeypis.
Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verður haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson.
Þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00 heldur Ingunn Pálsdóttir sópran tónleika í Hömrum. Ingunn hefur lært söng hjá Michael Clarke undanfarin ár.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur.
Föstudaginn 23. maí kl. 18:00 heldur Stip Bos bass-bartón framhaldsprófstónleika í Hömrum. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur.
Meðleikari er Daníel Þorsteinsson.
Laugardaginn 17. maí kl. 14:00 heldur Berglind Lilja Björnsdóttir píanóleikari framhaldsprófstónleika í Hömrum í Hofi. Berglind hefur stundað nám hjá Þórarni Stefánssyni s.l. 3 ár.
Lilja Hallgrímsdóttir, sem starfaði í áratugi við skólann, lést 4. maí eftir erfið veikindi og verður borin til grafar miðvikudaginn 14. maí. Lilja kenndi yngstu börnunum í forskóla og tónfræðigreinum og lagði grunninn og kveikti áhuga nemenda sinna á tónlist. Margir þeirra starfa í dag við tónlist.
Hér eru tvær sætar stelpur með kennaranum sínum Lidiu, hún Hrafnhildur Davíðsdóttir og Ásta Ögn Ákadóttir sem voru að útskrifast í apríl úr Suzuki píanóbók 2. Til hamingju með árangurinn!