Fara í efni

Fréttir

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í tíma og ræða við kennarann um námið. Stuðningur og virk þátttaka foreldra er gríðarlega mikilvægur þáttur í tónlistarnámi.

Tónleikar

Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20 Aðgangseyrir er 1.500.- Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson hafa starfad saman i 15 ár Þeir hafa gefid út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree sem báðar unnu til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.

Enginn titill

Föstudaginn 20.09 er von á góðum gestum í Hof en norska tríóið Neon mun halda spjalltónleika í Hömrum kl. 18.00. Tríóið hefur fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á samtímatónlist og eru nemendur og forráðamenn hvattir til að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis!

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins.

Skólasetning og masterclass

68. starfsár Tónlistarskólans á Akureyri var sett með formlegum hætti í Hamraborg þann 27. ágúst síðastliðinn. Fjölmenni var á setningunni og hittu nemendur kennara sína að lokinni athöfn og tónleikum. Strax að lokinni setningu fengum við síðan fyrsta erlenda gest vetrarins en flautuleikarinn Ewa Murawscy bauð...

Stundaskrár

Tónfræði, Solfeges og Tónæðistundaskrár eru komnar á netið.

Á leið til Noregs

Sunnudaginn 4. ágúst heldur 14 manna hópur nemenda frá TA til Noregs þar sem þau taka þátt í norrænu samstarfsverkefni sem ber heitið Urðarbrunnur. Þátttakendur eru frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Í hópnum sem héðan fer eru söngvarar, dansarar, strengjaleikarar, slagverksleikarar og blásarar.

Enginn titill

Nú ættu allir nemendur að vera búnir að fá bréf um inngöngu sem komust að í ár. Þeir sem ekki komast inn í skólann núna færast sjálfkrafa á biðlista og hafa líka fengið bréf þess efnis en umsóknina

Opnað fyrir innritun að nýju

Opnað hefur verið fyrir innritun að nýju á tonak.is. Eitthvað er ennþá laust þá sérstaklega á málmblásturshljóðfæri og í forskóla.