Fara í efni

Fréttir

Innritun er hafin

Núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við Tónlistarskólann á Akureyri þurfa að endurnýja umsókn fyrir skólaárið 2014-2015. Nemendur á biðlista þurfa einnig að endurnýja umsókn sína. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á tonak.is. ATH : Ekki er tekið við innritun í síma. Endurnýja þarf skólavist fyrir 1. maí 2014. Vinsamlegast látið einnig vita ef þið hyggið ekki á áframhaldandi nám.

Þorsteinn Sindri Baldvinsson

Þorsteinn Sindri Baldvinsson leikur aðalhlutverkið í glænýrri stjörnum prýddri auglýsingu frá Pepsi. Þorsteinn er 21 árs gamall Akureyringur og stundar tónlistarnámi í Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann hefur reglulega birt tónlistarmyndbönd inn á Youtube-rás sinni, undir listamannsnafninu Stony, frá árinu 2012.

Nótan í Hörpu

Nemendur tónlistarskólans stóðu sig með mikilli prýði á Nótunni í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Flutningur allra atriða var frábær og kom hópurinn á endanum heim með Nótu í Farteskinu fyrir flutning Brynjars Friðriks Péturssonar, Hafdísar Þorbjörnsdóttur og Hjartar Snæs Jónssonar á laginu The way I am. Þátttakendur á uppskeruhátíðinni voru eftirfarandi :

Nótan viðurkenningar

Svæðiskeppninni fyrir norður og austurland er lokið og stóðu keppendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri sér glimrandi vel.

Nótan 2014

Nótan fyrir norð-/austurland í Hamraborg þann 15. mars. 
Tvennir tónleikar í Hamraborg. Þeir fyrri verða kl. 12:30 og þeir seinni kl. 14:00. Afhending viðurkenninga kl. 15:30. Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra.

Þorgerðartónleikar

Þorgerðartónleikar Mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms.