Fréttir
09.06.2014
Námsmatsskírteini
Þriðjudaginn 3. júní s.l. var Tónlistarskólanum slitið en skrifstofan er opin til 20. júní og hvetjum við nemendur sem eiga ósótt skírteini að koma við og sækja þau.
Gleðilegt sumar
04.06.2014
Umsóknir
Búið er að opna á ný fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2014-2015. Því miður er ekki laust nema í forskóla (1. og 2. bekkur) Hringekju (3. og 4. bekkur) rafbassa og harmónikku.
Söngnemendur geta þó sótt um þar sem þar eru inntökupróf í haust.
02.06.2014
Flautur á leiði í sumarfrí
Þessi mynd er tekin síðasta kennsludag Tónlistarskólans og hér var Flautusamspilsæfing flutt út á pall í heimboði kennarans, Petreu Óskarsdóttur.
28.05.2014
Skólaslit 2014
Skólaslit verða Þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 í Hamraborg
Tónlistaratriði og afhending námsmats.
26.05.2014
Píanótónleikar
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein heldur píanótónleika í Hömrum.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 Leikin verða verk eftir Beethoven, Bach, Chopin og Liszt.
Aðgangur ókeypis.
22.05.2014
Óperublót
Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verður haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson.
21.05.2014
Söngtónleikar
Þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00 heldur Ingunn Pálsdóttir sópran tónleika í Hömrum. Ingunn hefur lært söng hjá Michael Clarke undanfarin ár.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur.
20.05.2014
Framhaldsprófstónleikar Stip Bos bass-barítón
Föstudaginn 23. maí kl. 18:00 heldur Stip Bos bass-bartón framhaldsprófstónleika í Hömrum. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur.
Meðleikari er Daníel Þorsteinsson.
19.05.2014
Vortónfundur harmonikkunemenda
Tónfundur harmonikkunemenda verður haldinn þann 19.05.2014 kl.19:30 í Dynheimum. Með sumarkveðju. Vaclav