Föstudaginn 18. maí kl 18 heldur Guðbjörn Ólsen Jónsson baritónsöngvari framhaldsprófstónleikar sína í Hömrum. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Schubert, Wagner, Vaughan Williams, Purcell, Eyþór Stefánsson, Björgvin Guðmundsson og fleiri.
Fimmtudaginn 10. maí kl. 17:00 verða útskriftatónleikar Suzukinemenda haldnir í Dynheimum í Hofi. Alls koma fram 11 nemendur sem leika á fiðlu, víólu og píanó.
Allir velkomnir.
Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita var haldið nú um helgina á Akureyri og lauk með tónleikum í KA heimilinu á sunnudag þar sem fram komu alls 6 sveitir.
Lillý Rebekka Steingrímsdóttir þverflautuleikari heldur framhaldsprófstónleika sína í Hömrum á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 13.