Fara í efni

Fréttir

Nýjar námsgreinar á næsta skólaári

Tónlistarskólinn á Akureyri er í stöðugri þróun og uppbyggingu og eftir aukinni eftirspurn og góðri aðstöðu er nauðsynlegt að auka námsframboðið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að bjóða uppá tónlistarforskóla fyrir nemendur í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla

Innritun fyrir skólaárið 2011-12

Núna er komið að innritun fyrir næsta skólaár og að gefnu tilefni minnum við núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við tónlistarskólann á Akureyri á að endurnýja innritun fyrir skólaárið 2011-2012. Allir nemendur sem vilja halda áfram námi næsta vetur

Framhaldsprófstónleikar Gauta Baldvinssonar

Sunnudaginn 8. maí nk. verða haldnir fyrstu framhaldsprófstónleikar þessa veturs og er það Gauti Baldvinsson sem ætlar að ríða á vaðið. Flutt verða verk úr ýmsum áttum og má þar nefna verk eftir

Vortörnin að fara af stað :)

Kennsla hófst að nýju í morgun í Tónlistarskólanum, seinna í dag verður svo æfing fyrir blásturshljóðfæra og slagverksleikara vegna árlegrar 1. maí skrúðgöngu á sunnudaginn nk. kl 14:00 Eftir helgi tekur svo við röð vortónleika

Caput workshop!

Meðlimir Caput hópsins þeir Guðni Franzson klarinettuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja tónlist sem tengist Íslandi og Skotlandi á tónleikum í Hömrum minni sal Hofs fimmtudagskvöldið 14. apríl kl. 20.

JazzTA tónleikar!

Miðvikudaginn 13. apríl er komið að þriðju og síðustu tónleikunum í hinni svokölluðu JazzTA-röð sem er samstarfsverkefni milli Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyriar. Þar koma fram Stórsveit TónAk og Matisand.

Árspróf!

Vikuna 11.-16. apríl fara fram árleg próf í Tónlistarskólanum á Akureyri sem kallast árspróf. Prófin eru mjög svipuð áfangaprófum í grunn- mið- og framhaldsstigi og eiga að undirbúa nemendur og gera þeim grein fyrir hvernig áfangapróf fara fram.

Tónleikar í Hamraborg

Í gær kom til Akureyrar færeysk lúðrasveit, í tengslum við verkefni sem Tónlistarskólinn á Akureyri er að vinna í samstarfi við Tónlistarskóla Færeyja. Í morgun æfðu nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans

Færeyingar!!

Föstudaginn 1. apríl kemur hingað til Akureyrar færeysk lúðrasveit. Planið er svo að nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri æfi með lúðrasveitinni og sveitin, þá skipuð um 100 hljóðfæraleikurum, spili svo á tónleikum í Hamraborg

Þriðjudagstónleikar

Þriðjudaginn 22. mars eru vikulegir þriðjudagstónleikar í Hömrum kl. 18:00. Að þessu sinni koma fram nemendur frá Alberto Porro Carmona, saxófónkennara og Ásdísi Arnarsdóttur, sellókennara. Flutt verða verk úr ýmsum áttum