BRJÁLUÐ HREKKJAVAKA Í TÓNÓ

Frá hrekkjavökutónleikum
Frá hrekkjavökutónleikum
 
Allt ætlaði um koll að keyra þegar blásarasveitir TónAk héldu hrekkjavökutónleika sína það dimma föstudagskvöld 29. október. Yfir sjötíu nemendur léku á tónleikunum og var engu til sparað í hryllingi. Hamraborg troðfylltist af hrekkjavökuþyrstum bæjarbúum og munu engin þeirra hafa orðið svikin af hrollvekjandi tónlist sveitanna, eða gæsahúðarvænni frásögn Villa Vandræðaskálds sem var sögumaður kvöldsins. Sóley og Emil stjórnuðu tónleikunum með ískyggilegum glæsibrag!
 
Eftir tónleikana héldu blásarasveitirnar sitt eigið (gervi-)blóðuga hrekkjavökupartý með graskerjaskurði, köngurlóabíói og fleiru viðeigandi. Hræðilegt hrekkjavökustuð í tónó!