Grunnnám

Grunndeild er samansett úr tveimur áföngum, forskóla og tónæði.

Forskóli sem er fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskólanna.  Þetta eru hóptímar, 6- 8 í hóp, og kennslan fer fram í grunnskólunum strax að skóla loknum. Þar er unnið að því að efla tónlistarþroska barnsins.  Hér er byrjað að kynna reglulegt hljóðfæranám fyrir barninu með blokkflautuleik og önnur skólahljóðfæri. 

Tónæði er fyrir börn í 3. og 4. bekk grunnskólanna.  Til þess að vera skráður í þetta nám þarf nemandinn annað hvort að vera í hljóðfæranámi við TA eða þá skráður sérstaklega.  Tónæði er tónfræðitengt nám
Rauði þráðurinn í grunndeilinni er söngur, leikur og hreyfing.  Einnig er leitast við að kynna hljóðfæraleik fyrir börnunum með ýmsum hætti. Lögð er áhersla á að koma til móts við áhuga og þroska nemendanna. 
Sótt er sérstaklega um nám í grunndeild á tonak.is og flokkast undir kjarnagreinar.
Kennarar í grunndeild eru: Margrét Árnadóttir og Halla Jóhannesdóttir