Píanó

Píanóið hefur frá upphafi verið eitt allra vinsælasta hljóðfærið við tónlistarskólann. Nemendur sækja einkatíma til kennara síns einu sinni til tvisvar í viku, samtals 60 mínútur. Auk þess er skylda að sækja hóptíma í tónfræðigreinum og fer umfang þess eftir aldri og námsframvindu hverju sinni. Nemendur hefja að öllu jöfnu nám í tónfræðigreinum við 10 ára aldur. Þess utan er mikilvægt að nemendur komi reglulega fram á tónleikum og sæki námskeið eftir því sem ástæða þykir til hverju sinni. Auk hefðbundins píanónáms er einnig hægt að læra á píanó eftir Suzuki aðferð (linkur) og í rytmískri deild (linkur).

Sá sem leikur á harmóníku gæti flestum öðrum fremur staðið undir nafni sem eins manns hljómsveit. Til eru ýmsar gerðir af hljóðfærinu. Í Tónlistarskólanum á Akureyri er kennt á svokallaða píanóharmoníku. Hún er  þannig að hægri hendin leikur yfirleitt laglínuna á lóðréttu píanóborði en vinstri hendin bassa og forsniðna hljóma á takkaborði. Milli borðanna er belgur sem til skiptis er þaninn og pressaður. Við það leikur loft um málmræmur tengdar völdum nótum sem titra í hljóðfærinu og mynda tónana. Tónblærinn minnir dálítið á munnhörpu en hann er annars breytilegur með mismunandi stillingum.

Orgel á það sameiginlegt með harmóníku að loftstreymi myndar tóninn. Það er ólíkt píanói þar sem strengur er sleginn og myndast þá tónn. Orgelnám við tónlistarskólann er kennt í Akureyrarkirkju.
Hljóðfæri sem kennt ert á Píanó / harmóníka / orgel

Píanókennarar
Guðný Erla Guðmundsdóttir
Helena Guðlaug Bjarnadóttir
Lidia Kolosowska
Risto Laur
Þórarinn Stefánsson