Laga og ljóðasmíðar

Laga og ljóðasmíðar er kúrs þar sem hvetjandi aðstoð og aðhald við að setja niður hugmyndir að lögum og ljóðum/textum, og eftirfylgni í að vinna að því marki að gera smíðina tilbúna til upptöku í stúdíói eða til flutnings er kennd.

Námið er einstaklingsmiðað og eru nemendur margir hverjir að fást við ólíkar tónlistastefnur.  Nemendur eru staddir allt frá því að hafa aldrei samið lag eða ljóð, yfir í að eiga góðan katalóg af efni.

Nemendur koma með efni sem þeir eru að vinna í (þegar hugmyndir eru komnar af stað), spila fyrir kennara og samnemendur, ýmist í eigin flutningi á staðnum eða upptökur.

Rætt er saman, gefin eru komment, reynt er að leysa úr stíflum og flækjum og oft fæðast skemmtilegar hugmyndir að útfærslum og útsetningum.

Einnig er samspil, þar sem hægt er að prufa að spila lög hvors annars.