Fara í efni

Strengir

 

Hagnýtar upplýsingar:

Í Tónlistarskólanum á Akureyri er kennt eftirfarandi strengjahljóðfæri: Fiðlu, víólu, selló og kontrabassa.  Mismunandi er á hvaða aldri nemendur hefja nám á strengjahljóðfæri en nemendur sem hefja nám ungir byrja oftast í Suzukideild.
Um 90 nemendur leggja stund á strengjanám við Tónlistarskólann og tilheyra margir þeirra einnig Suzukideildinni. Starfræktar eru þrjár strengjasveitir, en auk þess taka nemendur þátt í ýmiskonar samspili.

Kennslufyrirkomulag:

Nemendur sækja einkatíma ýmisst hálftíma eða klukkutíma á viku. Einnig taka allir nemendur sem náð hafa valdi á grunntækni í hljóðfæraleik þátt í strengjasveitum, eða öðru samspili.

Samspilsæfingar:

Strengjasveit 1, Mánudaga kl 15:30-16:30 í Sólheimum. Stjórnandi Ásdís Arnardóttir
Strengjasveit 2, miðvikudaga kl 16:00-17:30 í Hömrum. Stjórnandi Eydís S. Úlfarsdóttir
Strengjasveit 3, mánudaga kl 17:00-19:00 í Hömrum. Stjórnandi Daníel Þorsteinsson

Strengjakennarar;
Ásdís Arnardóttir, selló og kontrabassi
Eydís Úlfarsdóttir, víóla
Magna Guðmundsdóttir, fiðla
Marcin Lazarz, fiðla