Fara í efni

Complete Vocal Technique

Complete Vocal Technique eru hóptímar þar sem kynnt eru undirstöðuatriði heilbrigðrar raddbeitingar eftir „Complete Vocal Technique“ kerfinu, óháð tónlistarstílum og stefnum.

 

Á fyrsta ári er farið í undirstöðuatriði í söng og áhersla er lögð á að nemandinn fái góðan skilning á fræðilegu hlið söngtækninnar og í gegnum söng.  Nemandinn er hvattur til að prófa ólíka hluti með röddina og lærir að vinna sjálfstætt og af ábyrgð með eigin rödd. 

 

Á öðru og þriðja ári er áhersla lögð á að nemandinn læri að þekkja sína rödd, bæði hvað varðar möguleika og takmarkanir. Unnið er að því að slípa þá tækni sem búið er að byggja upp með áherslu á heilbrigða raddbeitingu og túlkun. Nemandinn er hvattur til að ögra sjálfum sér í lagavali með ólíkum sönglögum sem byggja upp söngröddina og auka úthald og blæbrigði. Unnið er með samspil tækni og túlkunar. 

 

Nemandinn stjórnar sjálfur lagavali (með aðstoð kennara ef með þarf). Unnið er eftir CVT tækninni þar sem kennslan kennslan miðar að raddheilbrigði og er óháð tónlistarstílum. 

 

Mat: Ástundun, virkni og mat á verkefnum.