Skapandi Tónlist

Námsleiðin Skapandi tónlist bíður upp á einstaklingsmiðað nám sem gerir hverjum og einum kleift að nýta námsúrval og sérþekkingu innan skólans í þágu persónulegra markmiða.

Nemendur í leiðinni þurfa að hafa vel skilgreint markmið með náminu og stefna að því að ljúka ákveðnu tónlistarverkefni að vori. Til að astoða þá við að setja sér markmið og fylgja þeim eftir fá nemendur tíma hjá markþjálfa.

Nemendur velja sér aðalfag eftir sínu áhugasviði, sem gæti til dæmis verið hljóðfæraleikur, söngur, tónsmíðar eða hljóðupptökutækni. Nemendur fá 1 klst. á viku í einkakennslu í aðalfagi sínu. Einnig er mögulegt að velja tvö aðalfög og fá þeir þá 30 mín. á viku í hvoru fagi. Allir hópáfangar tónlistarskólans standa nemendum til boða og velja þeir áfanga í samráði við aðalkennara sinn.

Nánar

Nemendur sem vilja komast inn í námsleiðina Skapandi Tónlist fara í inntökuviðtal til fagstjóra þar sem þeir gera grein fyrir tónlistarþekkingu sinni, reynslu og þátttöku í tónlistarverkefnum. Einnig þurfa þeir að sýna fram á markmið sitt með náminu og koma með hugmyndir tónlistarverkefni vetrarins.

Nemendur sem standast inntökuviðtal hitta markþjálfa og velja sér aðalfag en sá sem kennir það verður umsjónarkennari þeirra. Því næst velja nemendur sér aukafög, sem styðja við tónlistarverkefni vetrarins, í samráð við umsjónarkennarann.

Nemendur hitta markþjálfa nokkrum sinnum á hvorri önn þar sem farið er yfir markdaga og endurmat lagt á tónlistarverkefnið.

Námsmat

Í tónlistarskólanum er lögð áhersla á símat og fjölbreyttar aðferðir við námsmat sem fer fram með mismunandi hætti eftir því hvað hentar hverjum áfanga. Tónlistarverkefnið er lokatakmark náms í Skapandi tónlist. Nemendur skila af sér fullbúnu tónlistarverkefni að vori í formi tónleika, geisladisks, myndbands eða annars, og er það metið af sérfræðingum tónlistarskólans.

 

Kennarar í Skapandi Tónlist:

Andrea Gylfadóttir - Complete Vocal Technique,  Söngur, Lagasmíðar og Ljóðagerð

Haukur Pálmason - Hljóðupptökutækni, hljóðvinnsla og hljóðblöndun, Trommuleikur

Heimir Ingimarsson - Söngur

Ívar Aðalsteinsson - Hljómborðsleikur, Rokksaga

Kristján Edelstein - Gítar, Skapandi Hljóðvinnsla

Ludvig Kári Forberg - Hljómborðsleikur, Hljómfræði

Stefán Ingólfsson - Bassaleikur

Þórhildur Örvarsdóttir - Complete Vocal Technique, Söngur