Slagverk - Grunndeild


Hagnýtar upplýsingar

Þeir sem hefja grunnnám í slagverki við tónlistarskólann á Akureyri hljóta yfirgripsmikla almenna kennslu á slagverkshljóðfæri og trommusett.  Grunndeildinni er ætlað að undirbúa nemendur fyrir nám í klassískri eða ritmískri deild og auðvelda nemendum að ákveða í hvorri deildinni þeir hyggjast stunda mið- og framhaldsnám.  Í grunndeildinni er áhersla lögð á að nemendur fái að kynnast sem flestum hliðum hljóðfæranna og að þeir hljóti kjarngóða undirstöðu fyrir frekara nám.  Í grunndeild slagverks fá nemendur tækifæri til að leika á ýmiskonar trommur, pákur, hljómborðshljóðfæri, trommusett og smáhljóðfæri.


  • Sem dæmi um hljómborðsslagverk má nefna víbrafóna, xylofóna, marimbur og klukkuspil.  Þessi hljóðfæri bjóða upp á margskonar samspil. 
  • Pákur eru stillanlegar trommur sem gefa frá sér ákveðna tóna.  Pákur eru mest notaðar í sinfóníuhljómsveitum eða kammerhópum og gaman er fyrir nemendur að kynnast notkun þeirra.
  • Auk sneriltrommunnar læra nemendur svo að leika á ýmiskonar trommur og smáhljóðfæri s.s. tamborínur, þríhorn, málmgjöll, hristur, congur, og allt annað sem fylgir þessari yfirgripsmiklu hljóðfærafjölskyldu.
  • Í kennslu á trommusett er farið í tónmyndun og takta.  Nemendur fá nasasjón af mismunandi stílum.  Áhersla er lögð á það í grunnnámi að nemendur njóti þess að fá að prófa settið.

Kennslufyrirkomulag og hljómsveitastarf

Slagverksnámið er þríþætt;  einkatímar á hljóðfærið, hóptímar í skapandi tónlistarmiðlun og samspil/hljómsveitir.
Mjög mikilvægt er að æfa sig daglega og fyrir yngri nemendur er oft gott að æfa sig oft og stutt í hvert sinn frekar en sjaldan og lengi. 

Kennarar á slagverk í Grunndeild  Skólaárið 2013-2014 eru:

Ludvig Kári Forberg

 

Nokkrar áhugaverðar slóðir:

http://www.eng-kroumata.sk-2.se/

http://www.nexuspercussion.com/

http://www.evelyn.co.uk/

http://www.stevereich.com/

http://www.stomponline.com/interact.php