Fara í efni

Suzukinám


Í Suzukideild er kennt á fiðlu, víólu, selló, kontrabassa og píanó. Kennt er eftir hugmyndafræði japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki. Hans hugmyndafræði gengur út á að allir geti lært á hljóðfæri, hver á sínum hraða og að nemendur geti hafið nám mjög ungir. Í byrjun náms læra nemendur að leika lögin eftir eyra með því að hlusta á upptökur.Nemendur læra allt eftir eyranu með því að hlusta á upptökur af þeim lögum sem verið er að læra. Foreldrar fylgja börnum sínum í alla tíma fyrstu árin og aðstoða við heimaæfingar. 

Nemendur geta hafið nám frá 4 ára aldri. Áður en eiginlegt hljóðfæranám hefst fá foreldrar/forráðamenn kynningu á náminu þannig að þeir verði vel í stakk búnir að aðstoða við heimaæfingar. 
Nemandi sækir einkatíma einu sinni í viku og hóptíma. Þegar líður á námið auka nemendur við sig og eru tvisvar sinnum í viku í einkatíma og taka einnig þátt í öðru samspili, svo sem strengjasveitum skólans. Nótnalestur er kenndur þegar nemendur eru komnir á skólaaldur og eru byrjaðir að læra að lesa. 

Suzuki kennarar

Ásdís Arnardóttir, selló- og kontrabassakennari
Eydís Úlfarsdóttir, víólukennari
Lidia Kolosowska, píanókennari, undirleikari og fagstjóri
Magna Guðmundsdóttir, fiðlukennari
Marcin Lazarz, fiðlukennari
Tomasz Kolosowski, fiðlukennari

 

Nokkrar áhugaverðar slóðir:
Íslenska Suzukisambandið
Evrópska Suzukisambandið
Allegro Suzuki Tónlistarskóli
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar